Innlent

Leitað að týndum manni í Elliðaárdal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Reiknað er með því að leit muni standa fram eftir kvöldi.
Reiknað er með því að leit muni standa fram eftir kvöldi. Vísir/Jóhann K.

Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er í Elliðaárdalnum í kvöld vegna leitar að manni sem hefur ekki heyrst af í þrjár vikur.

„Við erum að hefja eftirgrennslan að manni sem hefur ekkert heyrst af í þrjár vikur. Við erum að fara af stað, skoða þarna í Elliðaánum, þar sem bíll sem hann var með til umráða var,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Reiknað er með því að leit muni standa fram eftir kvöldi.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira