Innlent

Leitað að týndum manni í Elliðaárdal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Reiknað er með því að leit muni standa fram eftir kvöldi.
Reiknað er með því að leit muni standa fram eftir kvöldi. Vísir/Jóhann K.

Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er í Elliðaárdalnum í kvöld vegna leitar að manni sem hefur ekki heyrst af í þrjár vikur.

„Við erum að hefja eftirgrennslan að manni sem hefur ekkert heyrst af í þrjár vikur. Við erum að fara af stað, skoða þarna í Elliðaánum, þar sem bíll sem hann var með til umráða var,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Reiknað er með því að leit muni standa fram eftir kvöldi.
 
Fleiri fréttir

Sjá meira