Körfubolti

Ísland tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu sjö stigin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Guðmundur skoraði níu stig.
Þórir Guðmundur skoraði níu stig. vísir/anton

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann flottan sigur á Svíum, 58-61, í fyrsta leik sínum á fjögurra liða æfingamóti sem fer fram hér á landi.

Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka leiddu Svíar með fjórum stigum, 58-54.

Íslensku strákarnir áttu hins vegar frábæran endasprett og tryggðu sér sigurinn. Ísland skoraði sjö síðustu stig leiksins, þar af fimm af vítalínunni. Lokatölur 58-61, Íslandi í vil.

Breki Gylfason var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig. Kristinn Pálsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson komu næstir með níu stig hvor. Sá fyrrnefndi tók einnig átta fráköst.

Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir EM í sumar þar sem íslensku strákarnir eru í fyrsta sinn í A-deild.

Ísland mætir Ísrael á morgun og Finnlandi á fimmtudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira