Íslenski boltinn

Gunnleifur: Strákurinn gerði þetta vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnleifur og félagar misstu leikinn niður í jafntefli.
Gunnleifur og félagar misstu leikinn niður í jafntefli. vísir/anton

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, var að vonum svekktur eftir jafnteflið gegn KR í kvöld en hann fékk dæmt á sig víti í uppbótartíma. Var rétt að dæma víti á hann í lokin?

„Hann gerði þetta vel strákurinn og skildi eftir lappirnar. Ég var auðvitað asni að dýfa mér niður. Ég held hins vegar að dómarinn hafi ekkert séð það. Strákurinn gerði þetta vel,“ sagði Gunnleifur en kom hann við Guðmund Andra?

„Hann endaði í mér. Þetta er víti og ekkert við því að segja. Ég lét plata mig niður. Það er svekkjandi. Mér fannst við spila vel í dag og halda KR-ingunum í skefjum.

„Þeir voru mikið í löngum og háum boltum og við vorum mikið að taka seinni boltann. Við vorum duglegir í dag en því miður bara eitt stig.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira