Lífið

Gettu betur dómari og fimleikastjarna eiga von á barni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir eiga von á barni í desember.
Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir eiga von á barni í desember. Mynd/Ásgeir Pétur

Steinþór Helgi Arnsteinsson, spurningahöfundur og dómari í Gettu betur og athafnamaður, á von á barni með kærustu sinni Glódísi Guðgeirsdóttur. Glódís er margverðlaunuð fimleikakona sem hefur meðal annars orðið Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í hópfimleikum.

Nýja viðbótin var einmitt með í för þegar Glódís varð Íslandsmeistari í hópfimleikum með Gerplu í byrjun apríl, áður en vitað var af þunguninni.

Parið tilkynnti gleðitíðindin á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Þau eru stödd við strendur Miðjarðarhafs á tónlistarhátíðinni Sónar Barcelona en Steinþór Helgi er einn skipuleggjenda systurhátíðarinnar Sónar Reykjavík.

„Búin að eyða síðustu viku á tónlistarhátíðinni Sónar í Barcelona. Það er skemmtileg tilviljun því viku fyrr fórum við í sónar og fengum staðfest að eitt lítið bebe er væntanlegt í desember,“ skrifar Glódís á Facebook síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira