Lífið

Gettu betur dómari og fimleikastjarna eiga von á barni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir eiga von á barni í desember.
Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir eiga von á barni í desember. Mynd/Ásgeir Pétur

Steinþór Helgi Arnsteinsson, spurningahöfundur og dómari í Gettu betur og athafnamaður, á von á barni með kærustu sinni Glódísi Guðgeirsdóttur. Glódís er margverðlaunuð fimleikakona sem hefur meðal annars orðið Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í hópfimleikum.

Nýja viðbótin var einmitt með í för þegar Glódís varð Íslandsmeistari í hópfimleikum með Gerplu í byrjun apríl, áður en vitað var af þunguninni.

Parið tilkynnti gleðitíðindin á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Þau eru stödd við strendur Miðjarðarhafs á tónlistarhátíðinni Sónar Barcelona en Steinþór Helgi er einn skipuleggjenda systurhátíðarinnar Sónar Reykjavík.

„Búin að eyða síðustu viku á tónlistarhátíðinni Sónar í Barcelona. Það er skemmtileg tilviljun því viku fyrr fórum við í sónar og fengum staðfest að eitt lítið bebe er væntanlegt í desember,“ skrifar Glódís á Facebook síðu sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira