Innlent

Leki úr nefndinni sagður óheppilegur fyrir Alþingi

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/anton brink

Ganga þarf úr skugga um að það hafi ekki verið nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem létu fjölmiðlum í té upplýsingar um mat á hæfni umsækjenda um dómarastarf í Landsrétti. Þetta segir Njáll Trausti Friðbertsson, framsögumaður í nefndinni. Hann segir á þessari stundu þó ekkert gefa sérstakt tilefni til að ætla að gögnin, sem birt voru í fjölmiðlum í fyrrakvöld, hafi borist úr nefndinni.

Njáll Trausti segist þó ekki hafa myndað sér skoðun á því hvort fram eigi að fara rannsókn á lekanum. „Ég myndi vilja ræða það nánar inni í stjórnskipunar og eftirlitsnefndinni,“ segir hann. Þessi leki sé mjög óheppilegur og alvarlegur. „Þetta hlýtur að teljast mjög óheppilegt fyrir Alþingi að svona lagað gerist þar sem við erum að fara með persónuupplýsingar og fórum mjög gætilega með þær. Við tókum gögn til baka. Menn fengu gögn á fundinum, höfðu þau hjá sér og síðan tókum við þau til baka,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×