Innlent

Milljónatap ríkisins af Stím-málinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hæstiréttur.
Hæstiréttur. vísir/gva
Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjalte­sted, eins þriggja dómara í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur úrskurðaði í gær að aðalmeðferð þyrfti að fara aftur fram í héraði þar sem fyrrverandi eiginmaður Sigríðar kom við sögu í gögnum málsins.

Hlaut Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, hlaut tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, átta mánaða dóm. Áfrýjunarkostnaður fyrir Hæstarétti lendir á íslenska ríkinu, þar með talin málsvarnarlaun, 1.240 þúsund krónur á hvern verjanda.

Það sama var uppi á teningnum í Aurum-málinu 2015, en það var sent aftur í hérað. Í febrúar ómerkti Hæstiréttur svo dóm í Marple-málinu vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara. Lögmönnum sem Fréttablaðið ræddi þá við bar saman um að kostnaður vegna þess gæti hlaupið á tugum milljóna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×