Golf

Ólafía Þórunn búin með fyrsta hringinn í New Jersey | Lék á +2

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin með fyrsta hringinn sinn á ShopRite LPGA Classic mótinu í New Jersey á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék fyrstu átján holurnar á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hún var í 47. sæti þegar hún kom inn en margar eiga eftir að ljúka leik í dag.  Ólafía þarf að spila betur á morgun ætli hún sér að komast í gegnum niðurskurðinn aðra vikuna í röð.

Ólafía Þórunn fékk tvo fugla og fjóra skolla á hringnum en fuglarnir hennar komu á par fjögur og par þrjú holu.

Ólafía Þórunn lent í smá erfiðleikum á fyrri níu holunum þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum. Fugl inn á milli hjálpaði aðeins en hún var komin tvö högg yfir parið.

Eftir fjórða skollann á hringnum á elleftu holunni þá var hún komin þremur höggum yfir par þegar sjö holur voru eftir.

Ólafía paraði næstu fimm holur og fékk síðan fugl á sautjándu holunni. Hún lék síðan lokaholuna á pari og endaði því tveimur höggum yfir pari.

Þetta er þriðja mót Ólafíu af fjórum á LPGA-mótaröðinni á aðeins fjórum vikum en um síðustu helgi komst hún í gegnum lokaniðurskurðinn í fyrsta sinn síðan í febrúar.


Tengdar fréttir

Erfiður dagur hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á þriðja degi LPGA Volvik meistaramótsins í golfi sem fer fram á Ann Arbor vellinum í Detroit.

Ólafía Þórunn sló lengra en púttaði verr

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir datt niður um 38 sæti eftir erfiðan þriðja dag á LPGA Volvik meistaramótinu sem fram fer á Ann Arbor vellinum við Detroit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×