Innlent

Spáir allt að fimmtán stiga hita í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Eflaust munu einhverjir fara í Kubb á þessum laugardegi.
Eflaust munu einhverjir fara í Kubb á þessum laugardegi. Vísir/Ernir
Veðurstofan spáir allt að fimmtán stiga hita í dag þar sem hlýjast verður vestantil á landinu. Spáð er austlægri átt á landinu, fimm til þrettán metra á sekúndu þar sem hvassast verður allra syðst og á annesjum norðan- og norðvestantil.

Rigning með köflum sunnan- og suðaustantil á landinu þegar líður á morguninn, heldur bjartara yfir norðan- og vestanlands, þó að víða verði skúrir síðdegis.

„Hiti allt að 15 stig að deginum, hlýjast vestanlands. Ekki verða miklar breytingar á veðrinu til morguns, en á mánudag er útlit fyrir norðaustanátt með heldur kólnandi veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurspá næstu daga:

Á mánudag (annar í hvítasunnu):

Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og smáskúrir á N- og A-landi, annars bjart með köflum en líkur á síðdegisskúrum S-lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-til.

Á þriðjudag:

Norðan 3-8 m/s, skýjað og smáskúrir A-til. Heldur kólnandi.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt. Bjart með köflum á S-verðu landinu, en stöku skúrir síðdegis. Skýjað en úrkomulítið annars staðar. Hiti 3 til 13 stig, mildast S-lands.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg átt og víða dálítil væta, en úrkomulítið V-lands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðanátt og rigning, en þurrt SV-til á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×