Erlent

Rokkhátíðinni í Nürburg verður framhaldið í dag

Anton Egilsson skrifar
Grunur lék á um að hryðjuverk væri yfirvofandi.
Grunur lék á um að hryðjuverk væri yfirvofandi. Vísir/AFP
Rokkhátíðin Rock am Ring sem fram fer í Nürburg í vesturhluta Þýskalands mun framhaldið í dag en tónleikasvæði hátíðarinnar var rýmt í gær vegna ótta um hryðjuverkaárás. CNN greinir frá þessu.

Um 90 þúsund manns voru samankomin á svæðinu í gær þegar lögregla bað fólk um að yfirgefa svæðið. Taldi lögregla sig hafa haldbærar sannanir fyrir því að hryðjuverk hafi verið yfirvofand. Fór í kjölfarið fram rannsókn á svæðinu.

„Eftir umfangsmikla rannsókn lögreglu hefur grunur um mögulega hryðjuverkaógn ekki verið sannreyndur,” segir í yfirlýsingu frá skipuleggjendum hátíðarinnar í dag.   

Um er að ræða eina stærstu rokkhátíð Þýskalands sem hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudag. Hátíðin fagnar þrjátíu ára afmæli í ár en á meðal þeirra sem stíga á stokk eru hljómsveitirnar System of a Down, Sum 41 og Macklemore.  


Tengdar fréttir

Rokkhátíð stöðvuð vegna hryðjuverkaógnar

Þýska lögreglan hefur rýmt tónleikasvæði rokkhátíðarinnar Rock am Ring í Nuerberg í vesturhluta landsins vegna hryðjuverkaógnar. Um er að ræða eina stærstu rokkhátíð Þýskalands sem hófst í dag og átti að standa yfir í þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×