Innlent

Fullt út úr dyrum á fyrstu safnsýningu Ragnars Kjartanssonar á heimavelli eftir sigurför

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fullt var út úr dyrum í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi þegar Ragnar Kjartansson hélt sína fyrstu safnsýningu á heimavelli eftir sigurför á erlendri grundu á undanförnum árum.

Um er að ræða stærstu opnun myndlistarsýningar í Hafnarhúsi frá upphafi. Sýningin ber titilinn Guð, hvað mér líður illa og endurspeglar óð Ragnars til listarinnar í allri sinni dýrð, til tónlistar, leikhúss, kvikmynda, bókmennta og myndlistar.

Hafnarhúsið er undirlagt undir verk Ragnars og innsýn veitt inn í hinn marglaga heim sem hann hefur skapað í áranna rás en sýningin byggir á völdum verkum Ragnars frá 2004 og til dagsins í dag - lifandi gjörningum, myndbandsinnsetningum, ljósmyndum, málverkum og teikningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×