Fótbolti

Sjáðu mörkin úr úrslitaleiknum í Cardiff | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid varð í kvöld Evrópumeistari í tólfta sinn í sögu félagsins eftir 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik á Þúsaldarvellinum í Cardiff.



Real Madrid varð þar með fyrsta liðið til að verja Evrópumeistaratitilinn eftir að Meistaradeild Evrópu var sett á stofn tímabilið 1992-93.

Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis fyrir Real Madrid í kvöld. Portúgalinn gerði alls 12 mörk í Meistaradeildinni í vetur, þar af 10 í síðustu fimm leikjum Madrídinga í keppninni. Casemiro og Marco Asensio skoruðu hin tvö mörk Real Madrid í úrslitaleiknum.

Mario Mandzukic, sem mætir á Laugardalsvöllinn með króatíska landsliðinu sunnudaginn 11. júní, skoraði mark Juventus og það var í glæsilegri kantinum.

Mörkin úr úrslitaleiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Mögnuð markatölfræði Ronaldos

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann Juventus, 1-4, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×