Innlent

Íbúar á Sólheimum opna sýningu sem fjallar um hnattræna hlýnun

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Íbúar á Sólheimum í Grímsnesi hafa túlkað vanda hnattrænnar hlýnunar og mögulegum lausnum á henni með sýningu sem heitir „Hvað hef ég gert“. Verkefnisstjóri sýningarinnar, Herdís Friðriksdóttir segir að við verðum að draga úr allri neyslu, borða minna og fljúga minna.

Verkefnisstjóranum lýst ekkert á opnum Costco á Íslandi þar sem fólk kaupir fjórum sinnu meira en það ætlar sér. 

Menningarveisla Sólheima sumarið 2017 hefur verið opnuð en boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í allt sumar. Í Ingustofu er til dæmis glæsileg listsýning þar sem heimilismenn sýna verk sín.

Þannig eru gestir sýningarinnar  leiddir á mismunandi staði þar sem athygli þeirra er vakin á hlutum sem hafa með loftslagsbreytingar að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×