Innlent

„Vinnuvikan byrjar heldur kuldalega“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Búast má við áframhaldandi norðanátt og kulda fram eftir viku.
Búast má við áframhaldandi norðanátt og kulda fram eftir viku. Vísir/Stefán
Búast má við slyddu eða jafnvel snjókomu á fjallvegum norðaustantil á landinu í dag og á morgun með tilheyrandi möguleika á hálkumyndun. Akstursskilyrði geta spillst og er ökumönnum ráðlagt að búa sig miðað við aðstæður.

„Vinnuvikan byrjar heldur kuldalega með slyddu og snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi, en þó er talsvert bjartara hér syðra og heldur hlýrra,“ segir veðurfræðingur á vef Veðurstofunnar.

„Það má búast við áframhaldandi norðanátt og kulda fram eftir viku, en á föstudag er útlit fyrir að kuldinn hörfi í bili og Sjómannadagshelgin lítur nokkuð vel út með hæglætis veðri og hækkandi hitastigi um allt land.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga



Á fimmtudag:

Norðlæg átt, 5-13 m/s. Dálítil rigning um landið norðanvert og jafnvel slydda til fjalla, annars skýjað með köflum eða bjartviðri og stöku síðdegisskúrir. Hiti 3 til 12 stig, mildast á S-landi en svalast inn til landsins á Norðurlandi.

Á föstudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil súld eða rigning með norðurströndinni annars víða skýjað en úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×