Fótbolti

Messi-garðurinn verður stærsti skemmtigarður heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Messi á blaðamannafundi í vikunni þar sem skemmtigarðurinn var kynntur.
Messi á blaðamannafundi í vikunni þar sem skemmtigarðurinn var kynntur. vísir/getty
Lionel Messi er orðin slík stjarna að skemmtigarður með hans nafni mun opna í Kína eftir tvö ár.

Garðurinn verður í Nanjing og á að opna snemma á árinu 2019. Messi var að kynna sér málin og auglýsa garðinn á ferð sinni um Kína í byrjun mánaðarins.

„Vonandi líður fólki eins og ég sá á staðnum er það labbar í gegnum garðinn,“ sagði Messi við fjölmiðlamenn.

Í Kína gera menn hlutina af fullri alvöru og garðurinn verður risastór. Reyndar ekki bara risastór heldur sá stærsti í heiminum. Hvað annað?

Garðurinn mun heita Messi Experience Park og verður hægt að fara í alls konar Messi-tengd tæki. Gestum á að líða eins og þeir séu að feta í fótspor Argentínumannsins og reyna að leika eftir margt af því sem hann gerir best allra í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×