Fótbolti

Stelpurnar okkar lentu í dembu í Dublin | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er statt í Írlandi þessa dagana þar sem liðið mætir heimastúlkum í vináttulandsleik á morgun.

Stelpurnar hafa verið að æfa í Dublin og nýta tíma saman sem best en starfsmaður Knattspyrnusambandsins tók nokkrar flottar myndir af landsliðskonunum á æfingunni.

Það skiptust á skin og skúrir í veðrinu á æfingu kvennalandsliðsins. Íslensku stelpurnar lentu meðal annars í mikill dembu en þær létu það ekkert stöðva sig.

Aðstæður eru annars hinar ágætustu í Dublin, vel fer um hópinn á stóru hóteli í úthverfi Dublin og veðrið hefur boðið hópinn velkominn með miklum fjölbreytileika.  Þó nokkuð hefur rignt og eru rigningarskúrir áfram í veðurspánni.

Leikið verður á Tallaght vellinum í Dublin en það er heimavöllur írska félagsins Shamrock Rovers. Völlurinn, sem tekur um 6.000 manns í sæti, var opnaður árið 2009.

Leikurinn við Íra á morgun er næstsíðasta leikur íslenska kvennalandsliðsins fyrir EM í Hollandi sem hefst í Hollandi um miðjan næsta mánuð.

Eftir leikinn við Íra á morgun þá koma stelpurnar heim og undirbúa sig fyrir leik við Brasilíu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið kemur.

Leikurinn við Íra hefst kl. 19:30 að staðartíma eða 18:30 að íslenskum tíma.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingu íslenska liðsins af fésbókarsíðu Knattspyrnusambands Íslands.



Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×