Fótbolti

Patrick Kluivert vildi ekki nýtt starf og er hættur hjá PSG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Kluivert.
Patrick Kluivert. Vísir/Getty
Tími Patrick Kluivert hjá franska stórliðinu Paris Saint Germain var stuttur því þessi fyrrum leikmaður Barcelona og hollenska landsliðsins er nú hættur störfum hjá Parísarliðinu samkvæmt fréttum frá Frakklandi.

Franska blaðið L’Equipe segir frá því að Patrick Kluivert hafi unnið sinn síðasta dag hjá Paris Saint-Germain. Patrick Kluivert tók við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá  14. júlí í fyrra en gekk út eftir að forráðamenn PSG ætluðu að færa hann til í starfi.

PSG réði á dögunum Antero Henrique sem íþróttastjóra PSG og sú ráðning setti allt upp í háa loft á bak við tjöldin enda ljóst í augum flestra að hann var að fara taka völdin af Kluivert þegar kom að innkaupum á nýjum leikmönnum.

Forráðamenn Paris Saint Germain ætluðu að reyna að færa Patrick Kluivert til í starfi en Hollendingurinn tók það ekki í mál.

Paris Saint Germain missti af franska meistaratitlinum til Mónakó á nýloknu tímabili eftir að hafa unnið hann í fjögur ár í röð þar á undan. Liðið missti líka niður frábært forskot á ótrúlegan hátt á móti Barcelona sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftirmaður hans, Antero Henrique, fær nóg af fjármunum til að safna liði í sumar en búist er við að félagið sé tilbúið að eyða 24 milljörðum íslenskra króna, 229 milljónum evra, í nýja leikmenn. Efstur á innkaupalistanum er Pierre-Emerick Aubameyang, framherjinn öflugi hjá Borussia Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×