Sólgleraugu frá Gigi

09. júní 2017
skrifar

Fyrirsætunni Gigi Hadid er margt til lista lagt en nýjasta verkefnið hennar er sólgleraugnalína sem hún hannaði í samstarfi við Vogue Eyewear. 

Gigi tilkynnti um samstarfið á Instagram en um að ræða 4 týpur af sólgleraugum, meðal annars þessi með rústrauðu gleri sem má sjá á myndinni. 

Fyrirsætan Gigi Hadid er ein af þeim áhrifavöldum sem hefur hvað mest áhrif á strauma og stefnur í tískubransanum og munu þessi gleraugu því eflaust rjúka út.