Erlent

Tölvuþrjóturinn Assange verður að virða stöðu Ekvador

Rafael Correa tekur í hönd Lenins Moreno þegar sá síðarnefndi sór embættiseið. Moreno er eini sitjandi þjóðhöfðingi heimsins sem er í hjólastól.
Rafael Correa tekur í hönd Lenins Moreno þegar sá síðarnefndi sór embættiseið. Moreno er eini sitjandi þjóðhöfðingi heimsins sem er í hjólastól. vísir/epa
Nýkjörinn forseti Ekvador, Lenin Moreno, segir að Ástralinn Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sé tölvuþrjótur. Þar er á ferð viss stefnubreyting frá tíð fyrri forseta, og læriföður Morenos, Rafael Correa.

Assange hefur hafst við í sendiráði Ekvador í London undanfarin fimm ár til að komast hjá handtöku og mögulegu framsali. Hann var eftirlýstur í Svíþjóð vegna ásakana um kynferðisbrot og þá vilja Bandaríkjamenn og Bretar hafa hendur í hári hans.

Forsetakosningarnar í Ekvador snerust að stórum hluta um veru Ástralans í sendiráðinu. Guillermo Lasso, andstæðingur Morenos, hafði heitið því að henda Assange út úr sendiráðinu. Fyrrverandi forsetinn Correa veitti Assange pólitískt hæli og talaði ávallt um hann sem blaðamann. Moreno tók í annan streng bæði í kosningabaráttu sinni og eftir að hann tók við embætti.

„Herra Assange er tölvuþrjótur,“ sagði Moreno við fjölmiðla í heimalandinu í gær. „Þrátt fyrir það virði ég þá afstöðu hans að kalla eftir aukinni virðingu fyrir mannréttindum, en við förum fram á að hann virði einnig þá stöðu sem Ekvador er í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×