Erlent

Litla hafmeyjan máluð rauð í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Litla Hafmeyjan við Löngulínu í Kaupmannahöfn.
Litla Hafmeyjan við Löngulínu í Kaupmannahöfn. Vísir/afp
Hin heimsfræga stytta Litla Hafmeyjan við Löngulínu í Kaupmannahöfn var máluð rauð í nótt. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki og rannsakar lögreglan nú málið, að því er fram kemur á vef danska ríkisútvarpsins.

Þó virðist sem um mótmælaaðgerð sé að ræða því á stéttina fyrir framan styttuna er búið að rita með sömu rauðu málningunni, „Danir, verndið hvalina í Færeyjum“ og væntanlega verið að vísa í grindhvaladráp Færeyinga.

Borgarstarfsmenn eru þegar komnir á svæðið og reyna nú að hreinsa styttuna, sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×