Erlent

Ástralir taka vegabréfin af barnaníðingum

Atli Ísleifsson skrifar
Utanríkisráðherrann Julie Bishop segir að lögin muni stöðva dæmda barnaníðinga að yfirgefa landið og að eiga vegabréf.
Utanríkisráðherrann Julie Bishop segir að lögin muni stöðva dæmda barnaníðinga að yfirgefa landið og að eiga vegabréf. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Ástralíu hyggst brátt leggja stjórnarfrumvarp fyrir þingið sem kveður á um að taka eigi vegabréfin af dæmdum barnaníðingum til að koma í veg fyrir að þeir ferðist til útlanda og brjóti af sér þar.

Utanríkisráðherrann Julie Bishop segir að lögin muni stöðva dæmda barnaníðinga að yfirgefa landið og að eiga vegabréf.

Bishop segir að áætlað sé að um átta hundruð barnaníðingar í Ástralíu hafi ferðast til útlanda á síðasta ári. Yfirvöld höfðu metið að miklar eða mjög miklar líkur væru á að helmingur þeirra myndi brjóta af sér á ný.

Dómsmálaráðherrann Michael Keenan kallar nýju lögin hörðustu aðgerðirnar sem hafi nokkurn tímann verið ráðist í gegn barnaníðsferðamennsku.

Öldungadeildarþingmaðurinn Derryn Hinch hefur lengi barist fyrir málinu og kveðst ánægður með frumvarpið. „Fólk segir: „Hvað með borgaraleg réttindi þeirra?“ Þá segi ég: Þegar þú nauðgar barni þá glatar þú að mínum dómi nokkrum af borgaralegum réttindum þínum,“ segir Hinch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×