Erlent

Danir afnema bann við guðlasti

Atli Ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/AFP
Allt bendir til að umdeild og 151 árs gömul lagagrein sem gerir guðlast refsivert verði numin úr gildi í Danmörku á föstudag.

Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en flokkur Venstre, flokkur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, hefur skipt um stefnu og styður nú tillöguna.

Þingflokksformaðurinn Jakob Ellemann-Jensen greindi frá stefnubreytingunni í morgun, en margir þingmenn Venstre eru þó enn mótfallnir lagabreytingunni.

Greidd verða atkvæði um tillögu Enhedslisten á föstudag, en eftir að Venstre ákvað að styðja hana virðist ljóst að hún verði samþykkt með öruggum meirihluta.

Hinir stjórnarflokkarnir – Íhaldsflokkurinn og Frjálslynda bandalagið – hafa lengi haft það á stefnuskránni að afnema beri bann við guðlasti. Jafnaðarflokkurinn er nú eini flokkurinn á þingi sem leggst gegn tillögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×