Golf

Tiger var sofandi í bílnum en ekki fullur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tiger Woods var ekki fullur en samt í smá basli.
Tiger Woods var ekki fullur en samt í smá basli. vísir/getty
Tiger Woods, frægasti kylfingur heims, var ekki undir áhrifum áfengis þegar lögreglan handtók hann í fyrradag eins og haldið var. Tiger sagði því satt í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær.

Í henni sagði Tiger að hann hefði verið undir samverkandi áhrifum nokkurra lyfseðilsskyldra lyfja en hann er að jafna sig eftir enn eina bakaðgerðina.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi blanda af lyfjum hefðu haft svona mikil áhrif á mig,“ sagði Tiger.

Þessar nýjustu upplýsingar koma fram í lögregluskýrslunni sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum.

Í henni kemur fram að Tiger var sofandi í Mercedes-bifreið sinni þegar lögreglan kom að honum og þá féll hann harkalega á áfengisprófinu. Hann var þvoglumæltur með eindæmum og gat ekki staðið í lappirnar.

Hann var undir miklum áhrifum verkjalyfja en skoraði 0,00 þegar hann blés í áfengismælinn sem sannaði að hann var ekki fullur undir stýri eins og haldið var í fyrstu.

Þrátt fyrir að þetta mál sé að reddast hjá Tiger má hann muna fífil sinn fegurri. Þessi sigurvegari fjórtán stórmóta er kominn niður í 876. sæti heimslistans og er fyrir neðan Íslendinginn Harald Franklín Magnús eins og greint var frá fyrr í dag.


Tengdar fréttir

Tiger gripinn ölvaður undir stýri

Vandræðunum í lífi Tiger Woods virðist ekki vera lokið en hann var handtekinn í nótt. Hann var þá ölvaður undir stýri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×