Erlent

Bond-leikkonan Molly Peters er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Molly Peters og Sean Connery.
Molly Peters og Sean Connery. Vísir/Getty
Breska leikkonan Molly Peters er látin, 75 ára að aldri. Peters gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Patricia Fearing í Bond-myndinni Thunderball þar sem hún lék á móti Sean Connery.

Greint var frá andláti hennar á opinberum Twitter-reikningi James Bond-myndanna fyrr í dag.

Peters starfaði áður sem fyrirsæta áður en leikstjórinn Terence Young bauð henni hlutverkið í Thunderball sem var gefin út árið 1965.

Kvikmyndaferill Peters varð ekki langur en hún lék síðast í kvikmynd árið 1968.

Bond-leikarinn Roger Moore lést í síðustu viku, 89 ára gamall, en hann fór með hlutverk Bond í sjö myndum á árunum 1973 til 1985.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×