Sport

Reyndi að kyssa íþróttafréttakonu í beinni í útsendingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamou er í skammarkróknum.
Hamou er í skammarkróknum. vísir/getty
Franski tenniskappinn Maxime Hamou hefur verið settur í bann hjá forráðamönnum Opna franska meistaramótsins eftir að hann reyndi ítrekað að kyssa íþróttafréttakonu í beinni útsendingu.

Hinn 21 árs gamli Hamou náði að þvinga smá kossi á konuna með því að halda þétt utan um hana þó svo hún hafi reynt að forða sér frá kossinum.

Fréttamenn á Eurosport hlógu að atvikinu og fengu ekki síður skömm í hattinn en Hamou. Tenniskappinn hefur beðist afsökunar á fáranlegu háttarlagi sínu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á síðustu misserum sem kvenkyns íþróttafréttamenn lenda í áreitni af hálfu íþróttamanna.

Það varð allt vitlaust á samfélagsmiðlum eftir þetta atvik og stjórnmálamenn í Frakklandi lögðu orð í belg og gagnrýndu tenniskappann.

Íþróttafréttakonan var eðlilega sármóðguð. „Ef ég hefði ekki verið í beinni þá hefði ég kýlt hann,“ sagði Maly Thomas en henni hefði líklega verið fyrirgefið fyrir að kýla Hamou.

Hamou tapaði annars í fyrstu umferð og spurning hvenær hann fær að vera með aftur?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×