Erlent

Tugir látnir eftir öfluga sprengingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/afp
Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. Svo virðist sem að um bílasprengju hafi verið að ræða sem sprakk á Zanbaq torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni.

Myndir á samfélagsmiðlum sýna stóran reykjarstrók rísa upp yfir borgina og ljóst er að fjöldi farartækja hefur skemmst.

Enginn hefur enn lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir séu í farvatninu.

Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásina 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×