Innlent

Von á stormi á morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vissara að vera ekki mikið á ferli undir Eyjafjöllum á morgun.
Vissara að vera ekki mikið á ferli undir Eyjafjöllum á morgun. Mynd/Veðurstofa Íslands
Veðurstofa íslands varar við því að búist er við stormi syðst á landinu og á miðhálendinu á morgun. Gera má ráð fyrir að því að aðstæður verði varasamar fyrir ökutæki og vagna sem taka á sig mikinn vind.

Það gengur í austan hvassviðri eða storm í nótt syðst á landinu undir Eyjafjöllum og í Öræfum og hviður þar allt að 40 m/s. Dregur úr vindi seint á morgun.

Hvassviðrinu mun einnig fylgja talsverð úrkoma um allt land og því ljóst að aðstæður geta orðið varasamar fyrir þá sem eru á ferli, ekki síst undir Eyjafjöllum.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt 5-13 m/s, hvassast nyrst. Rigning nyrst, en styttir upp síðdegis. Skýjað með köflum og stöku skúrir annars staðar. Hiti 6 til 13 stig.

Vaxandi austanátt í kvöld og nótt. Austan og norðaustan 10-18 á morgun, en 18-23 við S-ströndina fram eftir degi. Rigning, einkum á SA-landi og Austfjörðum.



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Austan og norðaustan 5-15 m/s, hvassast nyrst. Súld eða rigning, einkum A-lands og hiti 5 til 14 stig, kaldast NA-til.

Á laugardag:

Austlæg átt, 5-13, hvassast nyrst og syðst. Dálítil rigning eða skúrir og hiti svipaður.

Á sunnudag (hvítasunnudagur) og mánudag (annar í hvítasunnu):

Austlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil rigning NA-lands, annars skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti breytist lítið en heldur svalara á annan í hvítasunnu.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðaustlæg átt, skýjað en úrkomulítið A-lands, en skýjað með köflum og skúrir V-til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×