Innlent

Björgunarbelti sett upp á Þingvöllum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Markmiðið er að auka öryggi þeirra sem sækja þjóðgarðinn heim.
Markmiðið er að auka öryggi þeirra sem sækja þjóðgarðinn heim. vísir/gva
Undanfarna daga hefur verið unnið að uppsetningu á festingum fyrir svokallað Björgvinsbelti meðfram bökkum Þingvallavatns í landi þjóðgarðsins. Um er að ræða björgunarlykkjur til að koma til aðstoðar þeim sem lenda í ógöngum í vatninu.

„Er það von þjóðgarðsins að búnaðurinn auki öryggi gesta við Þingvallavatn,“ segir í frétt þjóðgarðsins. Þar kemur einnig fram að Landsbjörg og Sjóvá hafi lagt björgunarlykkjurnar til en þjóðgarðurinn kostað uppsetninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×