Innlent

Lögreglan ók bíl út af

Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Eins og sést er lögreglubíllinn mikið skemmdur.
Eins og sést er lögreglubíllinn mikið skemmdur. mynd/haraldur ási

Lögreglan handtók skömmu eftir miðnætti ökumann sem ekki hafði sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu.

Eftirför lögreglu endaði með því að lögreglan þurfti að keyra bílinn út af í Hvalfirði við afleggjarann að Laxá í Kjós.

Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglumönnum á fimm lögreglubílum tóku þátt í eftirförinni og eitt lögreglumótorhjól. Þá var sjúkrabíll einnig sendur á staðinn.

Ekki er vitað hvort einhver hafi meiðst í árekstrinum en lögreglubílinn og bíll ökumannsins eru mikið skemmdir. Ökumaðurinn var handtekinn á staðnum.

Ekki hafa fengist upplýsingar hvar eftirförin hófst eða hvers vegna.

Frá vettvangi. mynd/haraldur ari
Ökumaður bílsins var handtekinn. mynd/haraldur ari


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira