Íslenski boltinn

Gamla markið: Tölvan valdi mark með þáttastjórnandanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gamla markið er fastur liður í Teignum, vikulegum þætti um Pepsi-deild karla í umsjón Guðmundar Benediktssonar og Bjarna Guðjónssonar.

Markið sem varð fyrir valinu í þætti gærkvöldsins var reyndar ekki skorað inni í teignum, heldur með skoti beint úr aukaspyrnu fyrir utan teiginn.

Að þessu leitaði tölvan ekki langt yfir skammt og valdi mark sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Grindavík á Akranesi 7. júlí 2006. Skagamenn unnu leikinn 2-1.

ÍA og Grindavík mætast einmitt á mánudaginn í 4. umferð Pepsi-deildarinnar. Skagamenn eru enn án stiga en Grindvíkingar hafa náð í fjögur stig.

Gamla markið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×