Innlent

Flokksþingi Framsóknarflokksins flýtt

Anton Egilsson skrifar
Frá mistjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag.
Frá mistjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Vísir
Það var niðurstaða vorfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins sem fram fór í dag að flýta flokksþingi og verður það haldið í síðasta lagi um miðjan janúar á næsta ári.

Á flokksþingi er forysta flokksins kjörin en Sigurður Ingi Jóhannsson var einmitt kjörinn formaður flokksins á örlagaríku flokksþingi í Háskólabíói í október á síðasta ári.

Bæði Sigurður Ingi og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, sögðust í samtali við fréttastofu vera ánægð með þessa niðurstöðu. Lilja hefur sterklega verið orðuð við formannsframboð en hún vildi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu að slíkt stæði til.

Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þau Sigurð Inga og Lilju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×