Innlent

Ótrúlega gæf og flott gæs

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hjónin á bænum Víðigerði í Ölfusi klóra sér í höfðinu á hverjum degi yfir hegðun gæsar sem mætti einn daginn á bæinn og neitar að fara aftur í burtu. Þau segja fuglinn haga sér eins og hundur eða heimalingur.

Í Víðigerði búa þau Teitur Guðnason og Hafrún Hermannsdóttir. Þau urðu mjög hissa einn daginn þegar þau sáu gæs vappa um bílaplanið við húsið. Fuglinn er mjög gæfur og lætur fara vel um sig við heimili þeirra hjóna en þar hefur hann nú haldið sig í hálfan mánuð.

Hjónin segjast ekki vita nein deili á gæsinni, þeim dettur helst í hug að hún komi í Skotlandi og hafi verið undir mannahöndum þar enda engin villigæs svona gæf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×