Lífið

Sjáðu áhorfendur öskursyngja með Rammstein í Kórnum

Birgir Olgeirsson og Benedikt Bóas skrifa
Það var heldur betur stemning í Kórnum í Kópavogi þegar þýska rokkbandið Rammstein flutti einn stærsta slagara sinn, Du Hast.

Lagið var gefið út fyrir tuttugu árum, eða árið 1997, og því löngu orðið sígilt.

Áhorfendur í Kórnum tóku vel undir þegar hljómsveitin lék lagið af sínum alkunna krafti og var varla sú konu eða karl í salnum sem ekki tók undir.

Má vænta þess að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi verið einn þeirra sem söng með en hann mætti á tónleikana og sat í stúku Kórsins. 

Sönginn má sjá í spilaranum fyrir ofan, en myndband af Víkingaklappinu sem Rammstein hóf í Kórnum í kvöld má hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×