Lífið

Hvalur synti inn í höfn og komst ekki aftur út

Anton Egilsson skrifar
Hvalurinn svamlar um við höfnina.
Hvalurinn svamlar um við höfnina. Skjáskot
Tólf metra langur hvalur, nánar tiltekið hnúfubakur, synti inn í höfn í suðurhluta Kaliforníufylkis í Bandaríkjunum í gær og komst ekki leiðar sinnar aftur út á haf.

Í myndbandi sem sjá mér hér að neðan má sjá hvalinn svamla um við höfnina en þar liggja margir bátar. Hvalurinn er sagður vera á táningsaldri.

Samkvæmt frétt BBC gera viðstaddir nú tilraunir til að leiða hvalinn aftur á haf út með því að spila fyrir hann tónlist neðansjávar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×