Enski boltinn

Sjáðu Terry lyfta enska meistaratitlinum í síðasta skiptið | Myndir og myndband

Terry og Cahill fagna titlinum.
Terry og Cahill fagna titlinum. Vísir/getty
John Terry bar fyrirliðabandið í lokaleik tímabilsins, 5-1 sigri Chelsea á Sunderland í dag og fékk að leikslokum að taka við enska meistaratitlinum í fimmta skiptið á ferlinum en þetta var kveðjuleikur hans á Stamford Bridge eftir 22 ár í herbúðum Chelsea.

Eins og búist var við var Terry í byrjunarliði Chelsea í dag en Sunderland sem var löngu fallið úr deild þeirra bestu kom á óvart og komst snemma leiks yfir með marki frá Javier Manquillo.

Það forskot lifði þó ekki lengi og fimm mörk Chelsea þýddu að meistararnir kláruðu tímabilið með stæl efstir á lista með 93 stig.

Terry fékk svo að taka á móti bikarnum ásamt Gary Cahill að leikslokum en þetta er í fimmta skiptið sem Chelsea verður enskur meistari á undanförnum tólf árum og hefur Terry verið hluti af öllum þessum liðum þótt að hlutverk hans hafi verið minna en oft áður á þessu tímabili.

Myndasyrpu frá þessu má sjá hér fyrir neðan sem og stutt myndband hér fyrir neðan þegar Terry lyfti bikarnum á loft.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×