Handbolti

Göppingen varði titilinn gegn Bjarka og félögum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bjarki Már hefur átt gott tímabil með Füchse Berlin.
Bjarki Már hefur átt gott tímabil með Füchse Berlin. vísir/afp
Bjarki Már Elísson og félagar í Füsche Berlin áttu lítið roð í Göppingen í úrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem lauk rétt í þessu en Göppingen vann sannfærandi átta marka sigur 30-22 og náði því að verja titilinn.

Mættust þarna liðin sem höfðu sigrað keppnina undanfarin tvö ár en Berlínarrefirnir unnu þessa keppni vorið 2015 eftir sigur á Hamburg í úrslitaleiknum.

Göppingen leiddi í hálfleik 15-13 en góður varnarleikur þeirra í seinni hálfleik hleypti Berlínarliðinu aldrei inn í leikinn. Tókst gestunum aðeins að koma boltanum níu sinnum í mark Göppingen en á sama tíma hélt sóknarleikur Göppingen floti og bætti við forskotið sem endaði í átta mörkum.

Lars Kaufmann var atkvæðamestur fyrir Göppingen í leiknum með átta mörk en hjá Berlínarrefunumu voru það Hans Lindberg og Petar Nenadic sem voru atkvæðamestir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×