Íslenski boltinn

Tíu leikmenn Hauka björguðu stigi | Jafnt á öllum vígstöðum

Haukar þéttu raðirnar og kræktu í stig gegn ÍR.
Haukar þéttu raðirnar og kræktu í stig gegn ÍR. Vísir/andri
Haukar náðu að bjarga stigi á heimavelli gegn ÍR í þriðju umferð Inkasso-deildarinnar þrátt fyrir að hafa leiki manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Jón Gísli Ström kom ÍR yfir á tíundu mínútu þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu og var staðan 1-0 ÍR í vil í hálfleik.

Haukar urðu svo fyrir áfalli þegar Baldvini Sturlusyni var vikið af velli á 68. mínútu með annað gula spjald sitt en Elton Renato Livramento Barros jafnaði metin á 93. mínútu.

Topplið deildarinnar, Fylkir, fékk Keflvíkinga í heimsókn en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Albert Brynjar Ingason kom Fylkismönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Ásgeir Örn Arnþórsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 83. mínútu. Reyndist það vera síðasta mark leiksins og skiptu liðin stigunum því bróðurlega á milli sín.

Þá nældu Leiknismenn í annað stig sitt í sumar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Fram en Leiknir komst snemma leiks 2-0 yfir en tvö mörk á tíu mínútna kafla jöfnuðu metin fyrir Fram sem hefur nú gert tvö jafntefli í röð og ekki enn tapað.

Elvar Páll Sigurðsson skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum en Alex Elísson minnkaði metin fyrir Fram áður en Ivan Bubalo jafnaði metin á 78. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×