Lífið

Sæljón dró stúlku út í sjó með offorsi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Talið er að sæljónið hafi haldið að kjóll stúlkunnar væri fiskur.
Talið er að sæljónið hafi haldið að kjóll stúlkunnar væri fiskur. Skjáskot
Myndband af sæljóni, sem nær taki á kjól ungrar stúlku og dregur hana ofan í sjó, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum nú um helgina. Atkvikið átti sér stað í gær, laugardag, í Richmond, úthverfi kanadísku borgarinnar Vancouver.

Hópur fólks tók eftir sæljóninu, þar sem það synti í grennd við bryggju á svæðinu, og hóf að henda til þess brauðmolum. Á meðal fólksins var áðurnefnd stúlka en skyndilega henti sæljónið sér upp úr vatninu, beit í kjól stúlkunnar og dró hana á bólakaf ofan í vatnið. Hún var þó dregin upp úr á örskotsstundu og virtist ekki hafa orðið meint af.

Sjávarlíffræðingur, sem CBS fréttastofan ræddi við, segir sæljónið stórt karldýr og það hafi að öllum líkindum haldið að kjóll stúlkunnar væri fiskur eða annað æti. Hann segir jafnframt að viðstaddir hafi farið óvarlega að dýrinu og ræður fólki frá því að gefa villtum sæljónum að borða.

Atkvikið má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×