Handbolti

Gísli Þorgeir valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gísli Þorgeir með verðlaunagripinn.
Gísli Þorgeir með verðlaunagripinn. Vísir/Ernir
Gísli Þorgeir Kristjánsson var fyrr í dag útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar í Olís-deild karla þrátt fyrir að FH-ingar hafi þurft að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Valsmanna eftir oddaleik í Kaplakrika í dag.

Var hann einn besti leikmaður FH-liðsins sem náði í tvígang að svara í Valshöllinni eftir tap í Kaplakrika en þegar komið var að úrslitastund voru það Valsmenn sem höfðu sterkari taugar og urðu meistarar.

Átti hann einmitt sína bestu leiki í Valshöllinni en hann var með níu og átta mörk í leikjunum sem fóru fram á heimavelli Vals en hann var aðeins með þrjú mörk í þriðja leik liðanna og fjögur mörk í dag.

Var hann samkvæmt tölfræðiútreikning HB Statz besti leikmaður einvígisins en hann var með 6,2 mark að meðaltali í leik ásamt því að gefa 3,4 stoðsendingu og  fiska 1,2 víti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×