Innlent

Aðeins tvær konur í stjórn Landsbjargar

Benedikt Bóas skrifar
Stjórnin samankomin eftir vel lukkað landsþing.
Stjórnin samankomin eftir vel lukkað landsþing. Mynd/Landsbjörg
Smári Sigurðsson var sjálfkjörinn formaður Landsbjargar en landsþing félagsins fór fram á Akureyri um helgina. Smári hefur gegnt formennskunni síðustu tvö ár. Í níu manna stjórn félagsins voru aðeins tvær konur kjörnar. Stjórnin er kjörin til tveggja ára af fulltrúum björgunarsveita og slysavarnadeilda af öll landinu.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Guðni Th. Jóhannesson forseti hafi óvænt heimsótt þingið og ávarpað gesti. Ræddi hann um mikilvægi sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar í störfum sínum.

Alls voru um sex hundruð félagar í Landsbjörg staddir á Akureyri um helgina en auk hefðbundinna þingstarfa fóru fram björgunarleikar félagsins þar sem keppt var í gamni og alvöru í ýmsum björgunarstörfum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×