Enski boltinn

Sjáðu þrennu Kane og öll hin mörkin úr lokaumferð enska boltans | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar.
Harry Kane varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær þegar 38. umferðin fór fram en í henni voru skoruð 37 mörk eða 3,7 mörk að meðaltali í leik.

Chelsea var orðið meistari fyrir umferðina en hélt upp á áfangann með 5-1 sigri á Sunderland. Flest stóru liðin skoruðu mikið í lokaumferðinni.

Harry Kane geirnegldi markakóngstitilinn með þrennur í 7-1 rústi á Hull og Manchester City vann 5-0 sigur á Watford. Þá skoraði Liverpool þrjú á Middlesbrough og kom sér í Meistaradeildina.

Josh Harrop, 21 árs gamall miðjumaður Manchester United, skoraði í frumraun sinni fyrir félagið þegar United vann 2-0 sigur á Crystal Palace í lokaumferðinni og Swansea kvaddi tímabilið með sigri.

Öll mörkin úr lokaumferðinni má sjá hér að neðan.

Arsenal 3 - 1 Everton
Manchester Utd 2 - 0 Crystal Palace
Chelsea 5 - 1 Sunderland
Liverpool 3 - 0 Middlesbrough
Hull 1 - 7 Tottenham
Watford 0 - 5 Manchester City
Swansea 2 - 1 West Brom
Burnley 1 - 2 West Ham

Tengdar fréttir

Markakóngur annað árið í röð

Harry Kane skoraði þrennu þegar Tottenham rústaði Hull City, 1-7, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Breytingin sem kom of seint

Þrátt fyrir frábæran endasprett tókst Arsenal ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Breytingar ­Arsene Wenger komu of seint. Mikil óvissa ríkir hjá Arsenal, þá sérstaklega varðandi framtíð Wengers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×