Enski boltinn

Sjáðu 20 sekúndna langan blaðamannafund José Mourinho | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stuttur.
Stuttur. mynd/skjáskot
José Mourinho hafði gríðarlega takmarkaðan áhuga á að ræða við fréttamenn eftir sigurinn á Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

Mourinho bað meira að segja fréttamann MUTV að hafa spurningarnar fáar í viðtali eftir leik því hann er að einbeita sér svo rosalega að því að undirbúa liðið fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Ajax á miðvikudagskvöldið.

Portúgalinn mætti á blaðamannafund eins og honum ber skylda til eftir leik en þar var nánast ekki kjaftur mættur þar sem flestir blaðamennirnir voru að fylgjast með United-liðinu ganga hringinn í kringum völlinn og þakka stuðningsmönnum fyrir tímabilið.

Blaðamannafundurinn entist því aðeins í 20 sekúndur því Mourinho kom inn með blaðafulltrúa Manchester United en þegar enginn spurði spurningar þakkaði Mourinho fyrir sig og fór aftur.

Þennan örstutta blaðamannafund má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Herrera segist ekki verðskulda fyrirliðabandið

Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera segir það heiður að heyra nafn sitt nefnt sem einn af næstu fyrirliðum Manchester United en það sé óréttlátt þar sem hann hafi lítið unnið af titlum með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×