Enski boltinn

Fyrsta aldamótabarnið í ensku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney grunaði líklega ekki er hann hitti sex ára gamlan Gomes að drengurinn myndi leysa hann af hólmi í leik með Man. Utd.
Rooney grunaði líklega ekki er hann hitti sex ára gamlan Gomes að drengurinn myndi leysa hann af hólmi í leik með Man. Utd. vísir/getty og twitter
„Ungur drengur með drauma. Allt er mögulegt ef þú trúir,“ skrifaði hinn 16 ára gamli Angel Gomes á Twitter í gær eftir að hafa orðið fyrsta aldamótabarnið til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Gomes kom þá af bekknum fyrir Wayne Rooney og í tilefni þessara tímamóta birti hann tíu ára gamla mynd af sér og Rooney.

Það var því eðlilega sérstök stund fyrir drenginn að fá tækifæri til þess að spila á Old Trafford og koma inn á fyrir Rooney.

Enda átti drengurinn erfitt með að fela brosið er hann kom inn á. Hann er fæddur í lok ágúst og fær bílprófið er næsta tímabil rúllar af stað.

Þessi strákur kom til United fyrir þrem árum síðan og hefur spilað unglingalandsleiki fyrir England. Faðir hans er portúgalskur og skyldur fyrrum leikmanni Man. Utd, Nani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×