Sport

Agassi orðinn þjálfari Djokovic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Agassi afhendir hér Djokovic verðlaun. Nú eru þeir byrjaðir að vinna saman og verður áhugavert að sjá hvernig það gengur.
Agassi afhendir hér Djokovic verðlaun. Nú eru þeir byrjaðir að vinna saman og verður áhugavert að sjá hvernig það gengur. vísir/getty
Serbinn Novak Djokovic tilkynnti í gær að hann hefði ráðið Andre Agassi sem þjálfara. Djokovic tapaði þá í úrslitum á Opna ítalska mótinu gegn Alexander Zverev.

Djokovic er í öðru sæti á heimslistanum í tennis og hefur unnið tólf risamót. Honum hefur þó aðeins fatast flugið síðustu misseri.

Hann losaði sig við allt þjálfarateymið í maí og sagðist þurfa á nýju blóði að halda. Boris Becker hafði verið aðalþjálfarinn hans en hann hætti í desember.

Serbinn hefur nú ákveðið að fá Agassi í hornið sitt og hann verður með honum á Opna franska sem hefst eftir viku.

Agassi er goðsögn í tennisheiminum en hann hætti árið 2006 eftir að hafa unnið átta risamót.

Þeir hafa ákveðið að byrja að vinna saman og sjá hvernig það gengur. Agassi er því ekki búinn að binda sig til lengri tíma en ef þeir ná vel saman fær hann fastráðningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×