Lífið

Tólf ára var honum hafnað: Englendingar ástfangnir af Kyle sem fékk gullhnappinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaður flutningur.
Magnaður flutningur.
Hinn fimmtán ára Kyle Tomlinson frá Sheffield í Englandi er stjarna helgarinnar en hann mætti í áheyrnarprufu í Britains Got Talent og kom, sá og sigraði.

Tomlinson mætti í þættina fyrir nokkrum árum og þá sagði einn dómarinn að hann þyrfti að fá sér söngkennara. Þá var Kyle aðeins tólf ára gamall þegar David Walliams lét þessi orð flakka. 

Drengurinn mætti aftur og tók lagið Hallelujah eftir Leonard Cohen. Viðbrögðin í salnum voru ótrúleg og hafði drengurinn bætt sig gríðarlega mikið á þremur árum. Svo mikið að hann fékk David sjáfan til að ýta á gullhnappinn sem skilar honum beint í úrslit.

Þennan ótrúlega flutning má sjá hér að neðan en Kyle hefur strax fengið ótrúlegar viðtökur í Englandi og þykir hann einn af þeim sigurstranglegri í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×