Enski boltinn

Kroenke ætlar ekki að selja Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Arsenal mótmæla Kroenke um helgina.
Stuðningsmenn Arsenal mótmæla Kroenke um helgina. vísir/getty
Aðaleigandi Arsenal, Stan Kroenke, er alveg sama hvað stuðningsmenn Arsenal segja. Hann ætlar ekki að selja félagið.

Fyrirtæki Kroenke sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það tók sérstaklega fram að hlutabréf hans í Arsenal væru ekki til sölu og hefðu aldrei verið til sölu.

Þessi yfirlýsing er send í kjölfar þess að Alisher Usmanov bauðst til þess að kaupa öll hlutabréf Kroenke í félaginu.

Kroenke á 67 prósent í Arsenal en Usmanov á 30 prósent. Usmanov hefur gagnrýnt Kroenke harðlega og sagt að hann beri stóra ábyrgð á því að félagið komst ekki í Meistaradeildina.

Kroenke segir að aldrei hafi annað staðið til en að eiga Arsenal í mörg ár og það hafi ekkert breyst.

Ekki góð tíðindi fyrir stóran hluta af stuðningsmönnum félagsins sem vilja ekki sjá Bandaríkjamanninn hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×