Enski boltinn

Messan: Svona var tímabilið hjá meisturum Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Antonio Conte pakkaði ensku úrvalsdeildinni saman í fyrstu tilraun.
Antonio Conte pakkaði ensku úrvalsdeildinni saman í fyrstu tilraun. vísir/epa
Chelsea varð Englandsmeistari með stæl og Garðar Örn Arnarson klippti saman glæsilega syrpu meisturunum til heiðurs sem sýnd var í Messunni í gær.

Mörk Diego Costa reyndust gulls ígildi fyrir Chelsea en mörkin hans skiluðu alls 15 stigum. Meira en hjá öðrum leikmönnum deildarinnar.

Chelsea vann 30 leiki sem er met. Chelsea átti gamla metið en félagið vann 29 leiki árin 2005 og 2006.

Sjá má meistarasyrpuna glæsilegu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×