Handbolti

HB Statz gerir upp lokaúrslitin á skemmtilegan hátt | Þessir voru bestir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason var besti varnarmaður lokaúrslitanna.
Ýmir Örn Gíslason var besti varnarmaður lokaúrslitanna. Vísir/Ernir
Valsmenn tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika.

Handboltatölfræðisíðan HB Statz hefur tekið saman tölfræðina í lokaúrslitunum og nú er hægt að sjá samantekt á öllu úrslitaeinvíginu.

HB Statz velur meðal annars besta leikmann, besta sóknarmann og besta varnarmann lokaúrslitanna út frá tölfræðinni.

Það þarf ekki að koma mörgum mikið á óvart að hinir stórefnilegu Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá FH og Ýmir Örn Gíslason séu þar efstir á blaði enda slógu þeir í gegn í úrslitakeppninni í ár.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er bæði besti leikmaður og besti sóknarmaður lokaúrslitanna en þessi sautján ára strákur var með 6,2 mörk og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gísli nýtti 65 prósent skota sinna í einvíginu sem er frábær skotnýting hjá útispilara.

Ýmir Örn Gíslason er besti varnarmaður lokaúrslitanna en hann fór fyrir einstökum og mögnuðum varnarleik Valsliðsins sem að flestra mati lagði grunninn að sigrinum. Ýmir Örn var meðal annars með 6,2 löglegar stöðvanir í leik.

Hér fyrir neðan má sjá ýmislegt góðgæti frá HB Statz. Handknattleiksambandið býður ekki upp á tölfræði en HB Statz bjargaði málunum einu sinni sem oftar.


















Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×