Innlent

Fréttir Stöðvar 2 - Hinar miklu áskoranir sem fylgja sjálfkeyrandi bílum

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, ræðir framtíðar sjálfakandi bíla í kvöldfréttum Stöðvar 2
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, ræðir framtíðar sjálfakandi bíla í kvöldfréttum Stöðvar 2 VÍSÍR/GETTY
Talið er að fyrstu bílarnir sem teljast 100% sjálfsstýrðir komi á markað árið 2020 og samkvæmt McKinsey & Company verður hlutdeild þeirra á bílamarkaði 15-20% árið 2030.

Nú þegar eru bílar á götum landsins sem teljast sjálfsstýrðir að hluta. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við hvernig gengur að aka slíkum bíl milli bæjarhluta á höfuðborgarsvæðinu.

Þar verður einnig rætt við Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, um uppbyggingu innviða í gatnakerfinu svo hægt sé að innleiða þessa tækni með farsælum hættu og um það hvernig sjálfakandi bílar koma til með að bylta samgöngum á næstu árum.

Fréttir Stöðvar 2 hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar en þær eru einnig í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×