Enski boltinn

Moyes hættur hjá Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moyes í sínum síðasta leik sem stjóri Sunderland.
Moyes í sínum síðasta leik sem stjóri Sunderland. vísir/getty
Sunderland er í stjóraleit en David Moyes sagði upp störfum hjá félaginu nú síðdegis.

Sunderland varð í neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni. Féll með glans eins og stundum er sagt. Miðað við gengi liðsins þótti mörgum það skrítið að félagið skildi ekki reka Moyes á leiktíðinni. Moyes fór niður með skipinu.

Hann náði því aðeins einu tímabili hjá félaginu og spurning hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.

Eftir níu fín ár hjá Everton hefur stjóraferill Moyes verið í frjálsu falli.

Hann fékk tækifæri lífs síns er hann var fenginn til þess að leysa Sir Alex Ferguson af hólmi hjá Man. Utd. Hann entist aðeins eina leiktíð þar.

Þá lá leiðin til Spánar þar sem hann stýrði liði Real Sociedad. Aftur var hann rekinn. Sunderland gaf honum svo tækifæri og það endaði illa. Sunderland var þá búið að vera í efstu deild í tíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×