Sport

Fyrrum heimsmeistari á mótorhjóli lést eftir hjólreiðaslys

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicky Hayden með aðdáendum sínum.
Nicky Hayden með aðdáendum sínum. Vísir/Getty
Nicky Hayden, fyrrum heimsmeistari á MotoGP mótaröðinni, lést í dag af sárum sínum fimm dögum eftir að hann lenti í hjólreiðaslysi á strandvegi nálægt Rimini á Ítalíu.

Bandaríkjamaðurinn lenti því því að bíll keyrði á hann þegar hann var út að hjóla 17. maí síðastliðinn. Upptökur af slysinu sýndu að Hayden stoppaði ekki við stöðvunarskyldu og það leit út fyrir að hann var með einbeitinguna á iPodanum sínum en ekki á umferðinni í kringum sig.

Nicky Hayden varð meðal annars fyrir miklum heilaskaða í slysinu og hann var búinn að vera í gjörgæslu síðan á Maurizio Bufalini sjúkrahúsinu í Cesena á Ítalíu.  Hann tapaði baráttunni fyrir lífi sínu í dag.

Nicky Hayden bar 35 ára gamall og var enn að keppa á mótorhjóli. Síðast mótið hans var 14. maí síðastliðinn þar sem hann endaði í tólfta sæti. Hayden er í þrettánda sæti í baráttunni um heimsbikarinn í ár.

Hayden vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 2006 er hann hafði betur á móti hinum margfalda heimsmeistara Valentino Rossi. Hayden endaði þá fimm ára sigurgöngu Rossi.

Enginn Bandaríkjamaður hefur síðan náð að endurtaka leikinn og vinna MotoGP heimsmeistaratitilinn en Spánverjar hafa verið mjög sterki í þessari keppni undanfarin ár.

Nicky HaydenVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×